Áramótatilboð Vélfangs og KUHN gildir til 5. janúar 2019

Nú er KUHN tilboðið komið rjúkandi heitt úr prentun og fer í dreifingu á öll lögbýli í dag. Í ár bjóðum við upp á 2ja ára ábyrgð á öllum nýjum vélum frá KUHN sem pantaðar eru fyrir 5. janúar 2019. Tilboðið má finna með því að smella hér.

Tilboðið kom fyrst út sama ár og Vélfang ehf. var stofnað eða árið 2004. Við lestur þess má sjá að tímarnir hafa breyst og mennirnir með. Kuhn hefur vaxið og dafnað og kröfur bænda breytast frá ári til árs. Þó má ekki gleyma grunngildum og ástæðum þess að við hjá Vélfangi hófum þetta samstarf við bændur árið 2004 en þær ástæður hafa ekki breyst, en þær eru helstar:

  • 15% afsláttur af hey- og jarðvinnutækjum ef pantað er fyrir 5. Janúar 2019.
  • 5% af sláttur af rúllusamstæðum ef pantað er fyrir 5. Janúar 2019.
  • Vélin verður af árgerð 2019.
  • Kaupandi staðfestir pöntun með tölvupósti eða undirskrift og bindur því ekki lausafé frá rekstri marga mánuði fram í tímann.
  • Kaupandi gengur frá greiðslu við afhendingu og getur því skipulagt vélakaup fram í tímann. Kaupverð miðast við gengi afhendingartíma en hægt er að tryggja gengi hvenær sem er með fyrirframgreiðslu.
  • Verksmiðjuábyrgð gildir til a.m.k. 2021.
  • Kaupandi fær þá vél sem honum hentar en ekki vél sem hefurð orðið útundan í sölu árið áður.

Við leggjum sérstaka áherslu á  KUHN FBP 3135 rúllusamstæðu með net- og plastbindibúnaði sem var valin „Vél ársins 2018“ af blaðamönnum frá öllum helstu fagblaðamönnum í Evrópu. Í ár er sérstakt tilboð á KUHN FBP 3135 með net- og plastbindibúnaði með þrívíddarpökkun en þannig næst fram 30% sparnaður á plastnotkun og að sjálfsögðu ekkert net. Í fyrra kynntum við einnig nýja útfærslu af af hinni vinsælu miðjumúgavél KUHN GA 7501+ með vökvastilltri vinnslubreidd 6,8-7,5 m. Sú vél sló í gegn í fyrra  og óhætt  að benda aftur á hana. Þá má ekki gleyma að allar notendahandbækur frá Kuhn eru á íslensku og á gildistíma tilboðsins eru allir slithlutir í s.s. hnífar og tindar boðnir með 20% afslætti.