JCB Vinnuvélar

Vélfang ehf. tók við umboði fyrir JCB vinnuvélar á haustmánuðum 2009. JCB er einn stærsti framleiðandi af vinnuvélum í heimi með höfuðstöðvar í Bretlandi. Flestir þekkja JCB traktorsgröfur og skotbómulyftara en í dag framleiðir JCB meira en 300 tegundir eða týpur af tækjum og má þar nefna beltagröfur í öllum stærðum, hjólagröfur, valtara, dráttarvélar ásamt öðrum tækjum fyrir landbúnað, búkollur, dumpera og ýmislegt annað er tengist landbúnaði eða framkvæmdum.

JCB traktorsgröfur

JCB varð á sínum tíma hvað þekktast fyrir traktorsgröfur og þróun þeirra heldur áfram. Nú er komin ný kynslóð með glænýju stjórnhúsi og stjórnbúnaði sem líkist aðbúnaði í beltagröfum og inniheldur ýmiskonar sjálfvirkni, snertiskjá til stillinga og valmöguleika. Þess utan bjóða JCB upp á nýjustu kynslóð Diesel véla sem uppfylla ST.V kröfur um umhverfisvernd og sparnað.

Við bjóðum nú uppá breiðara úrval en nokkru sinni fyrr eða: 3cx Compact, 3cx, 4cx, 4cxS, 4cxS CM, 5cx, 5cxS og 5cxS CM.

 

JCB beltagröfur

JCB býður fjölmargar stærðir af Beltagröfum 12-40 tonn sem allar uppfylla nýjustu staðla um umhverfisvænar vinnuvélar. Stjórnhús og stjórnbúnaður er allur mjög nýtískulegur og miðast við hámaksþægindi og yfirsýn stjórnanda. Áhersla er lögð á að draga úr eldsneytisnotkun,  minnka hávaða bæði í umhverfi og stjórnhúsi, þá er mikil sjálfvirkni og ýmsar stillingar á virkni vélanna til þæginda fyrir stjórnanda.

 

JCB Hjólagröfur

JCB er með nokkrar stærðir af hefðbundnum hjólagröfum frá 12 til 23 tonn sem einnig uppfylla alla staðla um umhverfisvænar vinnuvélar, einnig eru þær fáanlegar með sér vökvadælu fyrir t.d. Rototilt. Ein þessara hjólagrafa er Hydradig sem er glæný hönnun þar sem mótor og allur dælubúnaður er í undirvagni sem byggður er á reynslu þeirra af skotbómulyfturum. Þessi hönnun gerir að verkum að efri hluti vélarinnar er mjög stuttur og samþjappaður sem gefur einstakt útsýni allan hringinn. Vélin er með beygjur á öllum hjólum með þreföldu stýrikerfi og býr yfir hæsta ökuhraða sem þekkist á hjólagröfu eða 40 km/klst.

JCB Minigröfur

JCB framleiðir minigröfur í stærðunum 1- 11 tonn, þetta er ný hönnun með afar rúmgóðum húsum en stjórnun vélanna og aukabúnaðar er allur í stjórnstöngum. Einnig er tekið tillit til þjónustuaðgengis með veltihúsi en svo er hægt að opna stóran hluta af yfirbyggingu með fljótlegum hætti. Vélarnar fást með föstum- eða vökva skekkjanlegum tönnum og stjórnbúnaði sem hentar fyrir ýmsar útfærslur af aukabúnaði eins og t.d. Rototilt. Þá býður JCB tveggja tonna Rafmagnsknúna gröfu með fullkomnu lokuðu húsi sem heitir 19C-1 ETEC.

JCB Skotbómulyftarar

JCB er brautriðjandi í framleiðslu á skotbómulyfturum en þeir komu fyrst fram með skotbómulyftarann árið 1977. Sá fysti kom 1986 til Íslands og hafa þeir reynst afar sterkbyggðir og endingargóðir en þeir hafa verið í notkun við allar mögulegar atvinnugreinar. Í nýjustu kynslóð er mjög þróað vökvakerfi kallað „ Regenerating“ sem gerir lyftarana hraðvikari en áður hefur þekkst, án þess að þurfi að gefa þeim séstaklega inn til að auka vinnuhraða. Þá eru fjölmargar útfærslur á skiptingum í boði og JCB er eini framleiðandinn sem býður upp á valrofa um 4×4 eða 4×2 drif. Lyftigeta er 1,6 – 6 tonn. Þá er í boði rafmagnsknúinn skotbómulyftari sem heitir 525-60 ETEC en einnig framleiða þeir heilsnúnings krana/skotbómulyftara sem heir 555-210.

JCB Dráttarvélar

JCB framleiðir dráttarvélar í sérflokki sem heita Fastrac, þessar vélar eru alfjaðrandi á vökva/gormafjöðrum með sjálfvirkum hæðarjafnara og mjög hraðskreiðar. Þá er vél og skipting frá Agco. Tvær megin gerðir þessara véla eru 4000 og 8000 línurnar. 4000 línan skartar fjórhjólastýri og er hönnuð til að bera allskonar búnað á grind aftan við húsið, t.d. krana ofl. Vélarafl í boði er frá 190 hö. allt að 340 hö. og er val um afl- og vökvaúrtök að framan og aftan. Húsið hefur tvo fullvaxna stóla.

 

Vélfang notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun viðskiptavina okkar svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á velfang.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur