Kuhn

Kuhn

KUHN S.A. á sér 180 ára sögu í hönnun, framleiðslu og sölu tækja til notkunar í landbúnaði. Á Íslandi er Kuhn þekkt fyrir, gæði, endingu, framúskarandi hönnun og hagstætt verð. Starfsmenn Kuhn eru u.þ.b. 2700 talsins, ársframleiðsla er 60.000 vélar en árlega eyðir Kuhn 1.760 millj. íslenskra króna í þróun og hönnun nýrra véla eða u.þ.b. 4,5 % af árlegri veltu fyrirtækisins. Hér á landi þekkja eflaust flestir Kuhn hey- og jarðvinnutæki en færri vita að Kuhn er leiðandi í framleiðslu á plógum, sáðvélum, eiturúðurum, hagasláttusöxurum og fóðurvögnum.

Kuhn heyvinnutæki

Kuhn diskasláttuvélar hafa verið framleiddar í mörghundruð þúsundum eintaka á sl. 30 árum en Kuhn diskasláttuvélarnar eru þær mest seldu í heiminum frá upphafi. Kuhn diskasláttuvélar fást í fjölmörgum útfærslum frá 1,2 m-8,8 m vinnslubreidd. Kuhn heytætlur í öllum stærðum hafa hlotið góðar viðtökur íslenskra bænda en þær eru þekktar fyrir endingu og áreiðanleika, því til sönnunar má geta að “Digidrive” útbúnaðurinn sem var fyrst kynntur í Kuhn heytætlum árið 1991 hefur aldrei þurft að panta sem varahlut hjá innflytjanda. Kuhn múgavélar fást í ýmsum stærðum bæði einnar og tveggja stjörnu frá 3,20 m til 17,7 m vinnslubreidd.

Kuhn jarðvinnutæki

Jarðtætarar og aflherfi frá Kuhn hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi en færri vita að Kuhn býður upp á mikið úrval af diska- og loftunarherfum.

Kuhn gras- og hagsaxarar

Kuhn býður upp á mikið úrval af sláttusöxurum en á Íslandi hefur VKM hagasláttusaxarinn notið mestra vinsælda.

Kuhn fóðurtækni

Kuhn er markaðsleiðandi á sviði heilfóðurvagna í Evrópu og framleiðir m.a. sjálfkeyrandi heilfóðurvagn, SP12. Vinsælustu vagnarnir hér landi hafa þó verið Euromix vagnarnir með lóðréttum sniglum. En þeir virka betur fyrir blöndun á bætiefnum og rúlluheyi. Einnig hafa Kuhn Primor rúllu- og hálmsaxarar komið vel út og m.a. verið prófaðir í nýju fjósi á Hvanneyri.

Kuhn skítadreifarar

Kuhn Knight í Bandaríkjunum framleiða framúrskarandi skítadreifara sem hafa vakið mikla athygli hér á landi. Með þessum sterku og vel hönnuðu dreifurum má dreifa öllum tegundum búfjáráburðar með góðum árangri.

Kuhn plógar

Kuhn framleiðir plóga sem notið hafa mikilla vinsælda erlendis og hlotið nokkra heimsmeistaratitla í alþjóðlegum plægingarkeppnum.

Kuhn rúllu- og stórbaggabindivélar

Kuhn framleiðir bæði fast- og lauskjarna rúllubindivélar ásamt sambyggðum rúllu og pökkunarvélum, einnig stórbaggavélar og pökkunarvélar fyrir bæði rúllu- og stórbagga. Þeir framleiða einnig hina margrómuðu Kuhn iBio, mjög léttbyggða rúllusamstæðu sem rúllar og pakkar í sama hólfinu og hentar sérstaklega vel þar sem landhalli er mikill.

Kuhn framleiðir einnig áburðardreifara, eiturúðara, sláttuarma og sáðvélar. Á Agritechnica sýningunni í Hanover 2003 hlaut Kuhn m.a. gullverðlaun fyrir “Accura” sáðtæknina sem sparar allt að 10-15 % af sáðkorni.

Myndbönd

Hér fyrir neðan má finna myndbönd af nokkrum tækjum frá KUHN sem verið hafa vinsæl á Íslandi í gegnum tíðina

GA 7501 og GA 8121 miðjumúgavélar

GF 1002 heytætlur

KUHN i-BIO

ProTwin 8100 taðdreifarar

GMD 1010 miðjuhengdar sláttuvélar

 

0 Shares