Umboð Akureyri

Vélfang opnaði árið 2006 umboð og verkstæði á Akureyri.

Umboð/verkstæði Vélfangs á Akureyri er á Frostagötu 2a

Starfsmenn:

Hermann Hafþórsson

Sími: 840-0826

mailto:hermann@velfang.is

Hermann er borinn og barnfæddur Eyfirðingur og alinn upp á verkstæði föður síns Hafþórs Hermannssonar. Hermann er harðduglegur, sjálfbjarga og hefur mikla reynslu af viðgerðum þrátt fyrir ungan aldur og vonum við að bændur og verktakar taki honum vel.

Örvar Snær Haraldsson

Sími: 862-4046

mailto:orvar@velfang.is

Örvar er þrautreyndur starfsmaður Vélfangs sem fyrir löngu varð ástfanginn af Eyjafirðinum. Hann er fjölhæfur með meiru og sinnir bæði sölu- og þjónustu. Örvar veit allt um vélar og ófáir sem hafa leitað í viskubrunninn hjá kallinum.

Vélfang á Akureyri er fyrirtækinu mjög mikilvægt og við hjá Vélfangi erum stolt af því að hafa haft opið á Akureyri í gegnum alla kreppuna og hafa aldrei gefið eftir í þjónustu við viðskiptavini okkar frá A-Húnavatnssýslu og til Egilsstaða. Tímapantanir á verkstæði eru í s. 580-8221 eða beint í farsímann hjá strákunum en einnig starfar Signý Berg hjá okkur i afleysingum á sumrin.

Vélfang ehf.

Frostagata 2a

603 Akureyri

Sími: 580-8221

0 Shares