Vísnaþáttur Vélfangs ehf
Hér er vísnaþáttur Vélfangs, þar sem við setjum vísur bæði sem gerast hér innanhús og aðsendar vísur. Við hvetjum menn endilega til að senda okkur allar þær vísur sem menn telja að eiga erindi á þennan vef.
Eva hérna í bókhaldinu var æf út í Vodafone út af netsambandsleysi. Hún þurfti að tilkynna á Facebook að tíkin hennar hefði misst tennur .
Í Vodafone er vífið snar
Vel þó kunni Outlook.
hún um tannlaust tíkarskar
Tilkynna varð á Facebook.
Er björn var skotinn í Þistilfirði
Þá var líka rifjuð upp frétt um negra á sömu slóðum.
Úr Þistilfirði fregnin flóg
Ur ferskum kindagörnum
Fyrrum var af negrum nóg
En núna fullt af björnum.
Ég er að syngja í Karlakór Kjalnesinga.
Ólöf Kolbrún var að taka kórinn til kostanna í fjarveru Páls Helgasonar stjórnanda, hún var svolítið æst.
Ólöf hefur yglibrá
Að okkar finnur löstum.
Þetta minnir mikið á
Mina daga í þröstum
Kolla engan gefur grið
Góla lætur skalla
Ég vil senda læknalið
Að lappa uppá Palla
Hér er ein ágæt vísa úr vísnahorni moggans því eina (að sögn)sem lesandi er í því blaði núorðið
Hún er eftir Árna Jónsson
Í Evrópu hríðin ekki dvín
Eigi þar linnir hretum
Himininn þannig hefnir sín
Á Hollendingum og Bretum
Hér var kominn töluverður bálkur af vísum, síðan fékk ég svo skrambi góðan brag frá Guðjóni í Knarrartungu og ég ætlaði að flýta mér að setja hann inn, en það vildi ekki betur til en það að ég þurkaði allar vísur út af vefnum. En hér kemur þessi bragur, sem er í raun varahlutapöntun, og á minum töluvert langa ferli í varahlutum, hef ég aldrei fengið flottari pöntun.
Subject: Skemmdarverk á jólanótt
Inni varð mér ekki rótt,
illa lét á glugga.
Háskaveður á helgri nótt,
húsum tók að rugga.
Ógnar tjón ég af því hlaut,
augun varla trúðu.
Úr dragþórunni drottinn braut,
drelli mikla rúðu.
Bóndans ekki batna kjör,
blási inn í Claasinn.
Þó bæti á kroppinn spjör og spjör,
ég spá´ann verði lasinn.
Ekki verður umflúið,
aurum þó ég tapi.
Að versla hjá þér windúið,
svo vélin ekki gapi.
Líttu inn á lagerinn,
og láttu hugann sveima,
hvort getir fundið glerunginn,
í geymslunni hér heima.
Annars þarf í Aresinn,
utanfrá að panta.
Þó gangi ögn á gjaldeyrinn,
glerið má ei vanta.
En viltu kanna Kristján minn,
kannski ef ertu í stuði:
Hvort reyna mætti reikninginn,
að rukka inn hjá Guði?
Ég leita eftir liðsinni,
er létti fargi þungu.
Kærri taktu kveðju minni,
Knarrar úr Syðri tungu.
Með Jólakveðju Guðjón .
P.S. Nú sæmir ekki að hrópa dau og djö,
þó dragþóruna laski hríðin grimm.
Claasinn minn er Ares 577,
sjá árgerðin er 2005.
Mér fannst þessi bragur svo flottur að ég sendi hann út um allt land en Hjalti bróðir, tók eftir því að það vantaði hvaða rúða þetta var. og kom með þessa.
Til samúðar og sorgar finn
samt ég gái lotin
Gleymdiru ekki Gaui minn
að get´um hver er brotin.
Guðjón svarar:
Ferlegt djöfuls fúsk og rall
Fari það og veri
Afturrúðan öll í small
Og ég þetta geri.
Öll er skissan alvarleg
Engu skárra en tjónið
Að gleyma þessu geti ég
Gvöð ég er meira flónið.
Réttar vísur úr Tungunum, sem er raunsönn lýsing á réttadegi eins og ég og mágur minn, Magnús Halldórsson munum.
Við förum í réttirnar fágaðir sléttir
Á fákana netta við stígum á bak.
Tári við skvettum í gúlana grettir
Gerumst nú léttir við hornana skak. KR.
Sauðlatar trunturnar töluvert breiðar
tamara lunti en flúgandi skeið
Naumast er unnt þeim að aka neitt greiðar
Ekki neitt punt er að þessari reið KR,
Naumlega um ellefu náum við réttum
Núna við skellum í pelana bland.
Gerumst nú brellnir í bændurna skvettum
Í boði er hellingur, lifum nú grand. KR.
Hittum þar alla sem enn lifa í Tungum
ugglausa kalla og konur að vild.
Sönglögin gjalla og sargar í lungum
Síðdegi hallar og Lífið er snilld. KR
Dagurinn ljúflega líður að kveldi
Langar þá fáa að koma sér heim
Blóðið í æðunum ólgar af eldi
Allflesta langar í súpu og geim. MH.
Söðla þeir fáka og setjast í hnakkinn
Sumum þó reynist það allmikin raun.
Með hringaða rófu og hissa fer rakkinn
Í humátt á eftir og skilur ei baun. MH.
Sláttur á mönnum og slagsíða nokkur
Slaga þó fákar í gamalkunn spor.
Syngjandi ríður hinn fjallhressi flokkur
Flaksast í vöngunum tóbak og hor. MH.
Ofan af jálkum menn hrynja í haugum
Hamingja magnast við sopana fjöld.
Þó nokkuð víða sést ölvun í augum
Ástúðleg faðmlögin taka þá völd. MH.
Sumir þá jafnvel af fákunum falla
Faglega á hausinn og detta í rot.
Allflestir nafnið sitt vita nú varla
Vínið þá svolgra sem nýrunnið flot. MH.
Konurnar heimavið kátínu spara
Er kemur hið breimandi sauðdrukkna lið.
klárunum gleyma , í kjötsúpu fara
kurteisi geyma að víkingasið. KR.
Liðinn er dásemdar dagur að kveldi
Dreggjarnar klára og víndrykkju þrótt
Síðasta skálin í sólroðans eldi
Sopinn – og þá mun um rekkana hljótt. KR.
Kristján Ragnarsson og Magnús Halldórsson